Monday, September 24, 2007

íslenskar stelpur.....

Halló halló....

Fyndin kenning sem ég heyrði í party-i um helgina, var semsagt að tala við eina norska stelpu sem sagði mér og hinum íslensku stelpunum að við værum alveg hryllilega góðar með okkur, já það væri bara ekki hægt að tala við okkur... hún sagði það að þegar þær norsku stelpurnar kæmu að reyna að tala við okkur þá snérum við upp á okkur og segðum svona hljóð út um nefið... "mmmhhhummmmm". Og þær norsku stelpurnar væri sko komnar með kenningu afhverju við værum svona... jú nefnilega við erum svo fá á íslandi og við íslensku stelpurnar þyrftum alltaf að berjast svo mikið um strákana til að finna einhvern sem væri EKKI skyldur okkur!!! hahahaha þetta fannst mér alveg sjúklega fyndin kenning ;o)

Annars er bara fínt að frétta af okkur hér á komlússy, við stelpurnar erum búnar að setja saman fótbolta"lið" og ætlum að hittast alltaf á sunnudögum og spila, fyrsta skiptið var í gær. Það gekk nú ekki betur en svo hjá mér að eftir 5 mín var ég búin að teygja á mér nárann og eftir aðrar 5 búin að misstíga mig NB! á hinum fætinum, ég hélt nú samt áfram, hætti nú nokkurnveginn að finna til, nema svo hérna heima í gærkvöldi gat ég ekki stigið í hvorugan fótinn.. TÖFF!
þetta lagaðist nú nokkurnveginn eftir íbúfen-meðferðina sem ég tók í gærkvöldi, samt búin að vera haltrandi í dag. Ég gef þessu morgun daginn, en ekki meir... mhm ég hef kannski aldrei verið þekkt fyrir þolinmæði ;o)

En svona er þetta bara...
Helgin var bara ljómandi fín, party, spilakvöld og fótbolti á sunnudaginn. Fórum á laugardagskvöldið til Gunnu Dóru og Drífu og spiluðum Trivjal... reyndar gekk svo vel að ég og María unnum .. vúhúhú svona hryllilega vel gefnar þessar ;o)

Annars er nú ekki mikið að frétta, maður reynir að koma sér í gang að lesa, mætti alveg ganga betur, fullt af nýjum bókum sem ég kann ekkert á alveg strax, maður þarf að taka sér smá tíma í að "kynnast" bókunum sínum.. hehe svona læra að "hata" þær ;o)

en ég er að hugsa um að fara að horfa á einn þátt með henni maríu minni, fundum hagindash ís í tesco og MISSTUM okkur, hehe enda er örugglega ekki neitt betra í heiminum...

ís og vidjó.. mhmhm...

þangað til næst...

Dr.H

Tuesday, September 18, 2007

hvað er í gangi!

Ég meina það! í nótt dreymdi mig að ég var í fjallgöngu með Ómari Ragnarssyni! Fyrst var ég í einhverri fjölskylduveislu sem ég veit ekkert um hvað var og svo var ég alltíeinu komin í lífsháska einhvers staðar uppá einhverju fjalli með Ómari Ragnarssyni!
Þetta er ekki hægt ha!?

jæja lag dagsins er því tvímælalaust Eins og brú yfir boðaföllin (eða Bridge over troubled water ) í þýðingu téðs Ómars Ragnarssonar!

yfir og út
Dr.M

Monday, September 10, 2007

já sjaldséðir hvítir hrafnar ha....

já við erum á lífi! ehemm biðst hér með formlega afsökunar á allsvakalegu blogghallæri, fyrirgefiði.
En já skólinn byrjaði aftur í dag og þar með hefst sú rútína og geðveiki í 15 vikur fram að aðal geðveikinni sem er þetta próftímabil þarna sem er nú ekki í lagi , ha? Nei nei ég segji svona, en við H&M erum heldur betur búnar að hafa það fínt hérna úti eftir að við kláruðum þau próf sem klára þurfti, skelltum okkur til Búdapest um seinustu helgi vorum alveg frá fimmtudegi til sunnudags og það var nú heldur betur fínt. Okkur tókst að versla það mikið af fötum og ofboðslega fallegu dóti í íbúðina okkar að á leiðinni heim skemmdum við Báðar ferðatöskurnar vegna þyngsla og lestarbrölts!! Hjólin duttu undann minni (M) og æ þarna stykkið sem maður dregur þær á bognaði í keng á hinni (H). En það er sko engum orðum um það að fletta að íbúðin okkar er orðin alveg hryllilega fín og við þurfum sko ekki að ganga í einhverjum lúðalörfum í skólanum lengur!!
Annars erum við bara alveg drulluhressar, búið að vera helvítis hellingur af djammeríi og svona og nú er bara skemmtó að takast á við skólann held ég...er það ekki??
En já þangað til næst, sem verður ekki eftir tvo mánuði eða eitthvað, fariði vel með ykkur elskurnar og gangið á Guðs vegum eða þið vitið hvað ég meina hehe...
Ciao mi amis!!
Dr.M

p.s hahaha ég verð víst að segja ykkur líka frá einum draumi sem mig dreymdi um daginn, vá hann var svo skrýtinn hihi....Þannig er að mig dreymir það að ég er svaka mikið að passa mig að sofna ekki í draumnum því ég var að fara á deit kl. 2 um nóttina sem var alveg eðlilegt af því að deitið mitt var varúlfur, nema hvað svo dotta ég (í draumnum) og hrekk upp og hleyp til dyra, því ég vaknaði við eitthvað hljóð (ennþá í draumnum) og þar alltíeinu púff stendur þessi varúlfur með blóm handa mér!! nema hvað að hann var bara alveg rosaskeggjaður og loðinn gaur og ég náttla fór svo bara á þetta blessaða deit eins og allt væri geðveikt eðlilegt! hehe nema hvað að svo var ég alltíeinu bara farinn að spjalla við Harry Potter og allt það lið........ gæti eitthvað tengst því þetta blessaða varúlfadeit mitt... tíhí en já langaði bara að deila þessu með ykkur ;)