jæja þá er maður kominn aftur til ungverjalands.. æjj það er nú bara ágætt :) ég er búin að taka eitt próf í morgun og það gekk bara ótrúlega vel, svona miðað við aldur og fyrri störf ;)
Dagurinn ætlaði nú ekki að byrja samt vel, úff..... byrjaði á því að ég fer niður stigann 20 mín í prófið .. nema hvað þegar ég er komin niður sé ég það að það er búið að stela hjólinu hennar Maríu sem ég ætlaði að fá lánað því að mínu hjóli var stolið fyrr i sumar... úff ekki leyst mér á þetta.. þar sem í fyrsta lagi var ég ekki alveg búin að spurja maríu hvort að ég mætti fá það lánað svona til að byrja með... ÚPPS!!! (en hún er svo yndisleg... og ætlar að fyrirgefa mér ;) ) eheh...
nema hvað að ég hugsa með mér.. æjj hún er nú 20 mín í , ég næ þessu alveg ef ég labba bara hratt!! þannig að ég byrja að labba af stað , buin að labba í nokkrar mínótur þá SLITNAR SKÓRINN MINN!!! hverjar eru líkurnar að leður skórnir þurfa akkurat að slitna á leiðinni í próf... þetta er svona hælband sem slitnaði svo að það var nú ekki séns að labba í skónum eftir þetta.. þannig að ég verð að snúa aftur heim, hringi á leigubíl á leiðinni og vona bara að ég nái að komast í prófið....
úff þetta hófst nú og ég komst á réttum tíma í prófið.. en þetta hjálpaði ekki til við stressið ;)
en ætli það sé ekki bara rétt að segja "FALL ER FARARHEILL" hahaha
annars er ég nú bara hress, búin að taka því rólega í dag , byrja að læra undir næsta á morgun :)
over and out...
Dr.H
Tuesday, August 19, 2008
Subscribe to:
Posts (Atom)