Thursday, November 22, 2007

fle fle fle og flu með osti

nóvember....

ég þoli ekki nóvember....

sem betur fer er hann nú að verða búinn. Þá kemur desember, svona fyrir ykkur hin sem eruð ekki af þessari plánetu heldur pláHnetunni Slumoprem og hafið ákveðið að tengja ykkur inn á netið því það er að senda út bylgjur sem rugla á ykkur hárinu.
Já, það virðist vera svo að bara tilhugsunin um desember sé að hafa furðuleg áhrif á mig, að sjálfsögðu eru jólalög byrjuð að bora sér inn í hausinn á mér og tilhugsunin um gleðileg jól og frið á jörð milli manna og meyja er oftar en ekki núna byrjuð að skella hurðum á eftir sér þar inni.
Þetta verða fyrstu jólin sem ég er ekki heima hjá mér, það er samt ekki eins og að ég hlakki alveg eins til og allt það, jólaálfurinn sem ég er, það er bara líka einhver ný tilfinning sem er að bora sér þarna með, það er smá stress en samt ekki, og aðallega af því að ég veit ekki hvernig þetta verður, jólin eru alltaf svo mikil rútína, þú veist alltaf nákvæmlega hvað gerist næst... maður borðar of mikið.. vaska upp.. hella upp á kaffi... opna pakka...prófa allt dótið sem maður fékk þannig að maður er allt í einu komin í 3 boli, peysu, með nýtt ilmvatn um leið og ég set á mig nýja kremið og hlusta á nýja geisladiskinn og horfi á dvd í leiðinni og ég les bók! svo fer maður að sofa...
en jii fyndið um leið og ég skrifaði þetta niður þá eiginlega áttaði ég mig á því að þetta stress mitt er óþarft, þetta eru allt hlutir sem ég get gert hérna úti! haha já stundum er maður meiri lúði en maður heldur! sem er nú oftar en ekki í mínu tilviki...

já reikandi hugur... merkilegt fyrirbæri

en nóg um þessi jól þarna, hvað er ég eiginlega að pæla í þeim núna það er nú alveg mánuður í þau ha....

en já ef einhver þarna úti hefur nennt að lesa þessa færslu sem flaut í gegnum fingurnar á mér og birtist allt í einu á skjánum hjá mér, þá má sá hinn sami klappa sjálfum sér á bakið frá mér...klapp klapp

nei ok nú er ég farin að gera eitthvað gáfulegt uss þetta er ekki hægt

Bless bless

Dr.M ( sem virðist vera með óstöðvandi bloggræpu þessa stundina!!)

6 comments:

Anonymous said...

Það þarf nú ekkert að klappa manni fyrir það :) Þú ert nú meira krúttið - og það er nefnilega ákkúrat málið, jólin eru inni í manni :) En ég á samt eftir að sakna þín hrikalega buhuhuhuhu

Tryggvi hinn leikbæri said...
This comment has been removed by the author.
Tryggvi hinn leikbæri said...

Namm namm...
November með Tom Waits. Hlustaðu á það lag og þá sérðu að nóvember er vissulega einn allra merkilegasti mánðuðurinn á árinu.

Anonymous said...

Þú ert algjört krútt!! Jólin í debó eru ekkert alslæm! Svo framarlega sem maður hefur góðan félagsskap! =)

Ég myndi skrifa hér inn sem kveðju

ho ho ho

en það "má" víst ekki lengur (skv frétt sem ég las á mbl.is um daginn) og nú er mælt með að amerískir jólasveinar segi

ha ha ha

weirdos......*flissar*

knúúús

Anonymous said...

Jeeey María mín þú ert snillingur, þessi færsla bjargaði deginum mínum ;D *sakniknús*

Anonymous said...

Hæ elsku María mín. Mikið er langt síða ég hef heyrt í þér. Það er allveg sama hvar maður er staddur í veröldinni, jólin koma og þá er að gera þau eins og ÞÚ vilt hafa þau en EKKI AÐRIR. Ég á eftir að sakna þín elsku dúllan mín, en hugur minn verður hjá þér og hlakka til að fá þig þegar þú ert búin í prófunum. GANGI ÞÉR VEL ELSKU DÚLLAN MÍN Í PRÓFUNUM þú ert jú þarna þeirra vegna.

Kveðja Magga