jæja gott fólk nú hef ég svo sannarlega sögu að segja ykkur!
Nema hvað að ég ákveð nú loks að fara að hugsa aðeins um sjálfa mig og fara til læknis útaf psoriasisinu og fá krem og svona. Ég mæti og býst nú bara við því að hún gefi mér lyfseðil og segji mér að hætta að reykja, sem er nú svona venjan þegar ég fer til læknis, nema hvað að hún segjist bara vilja leggja mig inn í 4-5 daga í meðferð! ójó mmedd-i-ferdd seeáá og ekkert annað, og ég bara geri eins og hann vinur minn Salomon Gustafsson og segji bara já og amen.
jæja ég mæti á föstudaginn tilbúin í slaginn og tala við einhvern lækni sem tjáir mér það að ég geti nú samt ekki byrjað í ljósameðferðinni fyrr en á þriðjudag þar sem það eru nú páskar og allt það. Ok hugsa ég, finnst þetta nú svoldið spes þar sem ég sagði nú við lækni nr.1 að þetta væri tíminn sem ég kæmist útaf skólanum. Jæja stelpan kominn inn á spítalann og búin að fá krem og eina pillu og þvílíkt tilbúin í meðferð.
Jæja aðeins um aðstöðuna, ég er eins og fyr hefur fram komið í Unverjalandi og húðdeildin er...tja best að lýsa því þannig að ef þið sjáið fyrir ykkur spítala í seinni heimstyrjöldinni (svona að undanskildum slösuðum og deyjandi hermönnum) þá var mín deild nákvæmlega eins! Ójá lífið í Austur-Evrópu er sko eintómar dansandi rósir!
Ípínulitla herberginu voru fimm rúm, við vorum fjögur, ég ,gömul kona og lítill strákur (7ára) og mamma hans. Þau tala að sjálfsögðu ekki orð í ensku og ég er mállaus í ungversku nema þegar kemur að því að panta mér að borða! hehe en eins og gefur að skilja þá náttúrulega glóir af mér hversu fáránlega hress og skemmtileg ég er og þau gera ekki annað en að reyna að spjalla við mig, litli strákurinn sjúkur í að læra einhver orð á ensku og ekki minnkuðu vinsældir mínar þegar ég dró upp fartölvuna! Það var nú bara þannig að ég gat ekkert horft á neitt án þess að hann horfði líka! Svo leyfði ég nú honum og gömlu konunni að horfa á Litlu Hafmeyjuna á ungversku og já þau elskuðu mig ;).
Þegar þarna er komið við sögu er ég búin að vera eina nótt og klukkan er að ganga 5 á laugardeginum og öll meðferðin só far var krem tvisvar og þrjár pillur! ég var nú orðin nett pirruð á þessu, það hlyti nú einfaldlega að vera meiri ástæða fyrir því að ég var þarna en þetta! Um þetta leytið koma Elma og Inna í heimsókn og við sitjum úti að spjalla um þetta þegar út kemur einn læknirinn (og nota bene hann talar ensku svona alveg talar ekki "talar" eins og flestir) og Inna kannast eitthvað við hann og við förum svona eitthvað að spjalla og spyrjum hann útí þetta, NEMA hvað að hann sagðist bara einmitt líka vera að pæla í því hvað ég væri að gera þarna!!! Óójá þá er það bara þannig að þessit tveir(n.b.TVEIR) læknar misskilið mig svona svakalega og haldið að ég kynni bara ekkert að meðhöndla psoriasis og það þyrfti að kenna mér að setja á mig krem og að gleypa pillu eða eitthvað álíka því engin eiginlega meðferð getur byrjað fyrr en á þriðjudag því það eru páskar!
hahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahaha svo að my knight in shining armour (læknirnr.3) reddaði því nú fyrir mig að ég færi bara heim með pillur og krem og svo mæti ég í ljósameðferð á þriðjudag... en já og þá er sagan öll í bili. En þetta er án efa eitt það fyndnast sem hefur komið fyrir mig!
segiði svo ekki að það sé ekki gaman að vera ég!
gleðilega páska elskurnar Dr.M