Monday, September 10, 2007

já sjaldséðir hvítir hrafnar ha....

já við erum á lífi! ehemm biðst hér með formlega afsökunar á allsvakalegu blogghallæri, fyrirgefiði.
En já skólinn byrjaði aftur í dag og þar með hefst sú rútína og geðveiki í 15 vikur fram að aðal geðveikinni sem er þetta próftímabil þarna sem er nú ekki í lagi , ha? Nei nei ég segji svona, en við H&M erum heldur betur búnar að hafa það fínt hérna úti eftir að við kláruðum þau próf sem klára þurfti, skelltum okkur til Búdapest um seinustu helgi vorum alveg frá fimmtudegi til sunnudags og það var nú heldur betur fínt. Okkur tókst að versla það mikið af fötum og ofboðslega fallegu dóti í íbúðina okkar að á leiðinni heim skemmdum við Báðar ferðatöskurnar vegna þyngsla og lestarbrölts!! Hjólin duttu undann minni (M) og æ þarna stykkið sem maður dregur þær á bognaði í keng á hinni (H). En það er sko engum orðum um það að fletta að íbúðin okkar er orðin alveg hryllilega fín og við þurfum sko ekki að ganga í einhverjum lúðalörfum í skólanum lengur!!
Annars erum við bara alveg drulluhressar, búið að vera helvítis hellingur af djammeríi og svona og nú er bara skemmtó að takast á við skólann held ég...er það ekki??
En já þangað til næst, sem verður ekki eftir tvo mánuði eða eitthvað, fariði vel með ykkur elskurnar og gangið á Guðs vegum eða þið vitið hvað ég meina hehe...
Ciao mi amis!!
Dr.M

p.s hahaha ég verð víst að segja ykkur líka frá einum draumi sem mig dreymdi um daginn, vá hann var svo skrýtinn hihi....Þannig er að mig dreymir það að ég er svaka mikið að passa mig að sofna ekki í draumnum því ég var að fara á deit kl. 2 um nóttina sem var alveg eðlilegt af því að deitið mitt var varúlfur, nema hvað svo dotta ég (í draumnum) og hrekk upp og hleyp til dyra, því ég vaknaði við eitthvað hljóð (ennþá í draumnum) og þar alltíeinu púff stendur þessi varúlfur með blóm handa mér!! nema hvað að hann var bara alveg rosaskeggjaður og loðinn gaur og ég náttla fór svo bara á þetta blessaða deit eins og allt væri geðveikt eðlilegt! hehe nema hvað að svo var ég alltíeinu bara farinn að spjalla við Harry Potter og allt það lið........ gæti eitthvað tengst því þetta blessaða varúlfadeit mitt... tíhí en já langaði bara að deila þessu með ykkur ;)

4 comments:

Anonymous said...

hæhæ...gaman að fá blogg :)
til lukku með prófin gæskurnar mínar, hér er einmitt allt farið á fullt í lestri og rugli...5 frídagar fram að jólum, án djóks...helv árspróf!!

haha snilldar draumur, ekki leiðinlegt að dreyma um hann Harry okkar ;) haha

heyrumst fyrr en seinna

knús Þurý

Anonymous said...

Hahaha steypa :) Örugglega spennó samt að deita varúlf!
Gaman að heyra frá ykkur dúllur :D
Kiss og kremj

Anonymous said...

Þið eruð klárlega bloggarar ársins.... ;)

Góður draumur...!!! :)

Anonymous said...

hahhahhaha... vá hvað þetta var fyndin draumur.. híhíhíhí