Tuesday, October 28, 2008

aight!

sælinú allir saman,

juu minn það var nú ekki lítið gaman hjá okkur stöllum um helgina maður minn! Haukur Hrafnhildar bró kíkti í bæinn og þessi helgi varð ekkert annað en Legend.....wait for it..........DARY!!! vá það var svo gaman hjá okkur. Nenni samt eiginlega ekki að telja upp nákvæmlega hvað það var sem var svona gaman en já það var magnað, skellum kanski inn eins og einni mynd eða svo síðar meir.

Skelltum okkur á James Blunt um helgina einnig sem var nú eiginlega bara svona rjóminn á kökuna sem helgin var, aldrei hefði ég trúað því að það yrði Svona gaman á Bluntaranum! Bjóst svona við tiltölulega rólegu og væmnu andrúmslofti með kósý stemmingu, en kappanum tókst bara að gera hvort tveggja, rífa upp stemmingu og láta mann nánast fara að gráta úr rómantík! og hann endaði með fullt af glimmer og ConFetti!!!! og þeir sem mig þekkja vita að ég ELSKA confetti, enda skil ég ekki hvernig annað er hægt! þetta er gleði í dós!!

Annars er ekkert að frétta svo sem... skóli, próf, þetta vanalega....nenni ekki að tala um það...

jei svo er halloween um næstu helgi, ég veit samt ekki hvað ég á að vera..þarf að fara að pæla í því....

úú en ein góð nostalgía hérna í lokin, ég var að horfa á Gott Kvöld í gær (þarna með Ragnhildi Steinunni, ég get ekki ákveðið mig hvort mér líki vel við hana eða ekki, hún er agalega misttæk eitthvað) já ég var að horfa á þáttinn þar sem hún er á spjallinu við Pál Óskar og það minnti mig svo agalega á Dr.LOVE! vá ég veit ekki með ykkur en ég hlustaði ALLTAF á hann! var hann ekki á þriðjudögum? hvað varð um Dr.Love? vá það var snilld..

En jæja elskurnar,

fariði varlega en djarflega!

Dr.M

1 comment:

Anonymous said...

Jeiij! Blogg
Gaman að heyra hvað þið skemmtuð ykkur vel :) Hlakka til að sjá myndir!
Knús í kage ja ;)